Bókun 35 og stríðsæsingur ráðamanna

19 hours ago
255

Viðtal við Arnar Þór Jónsson lögmann, formann Lýðræðisflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðanda um bókun 35 og einnig stríðsæsing íslenskra ráðamanna sem hika ekki við að segja Bandaríkjastjórn vera lygara og skipa henni fyrir verkum.

Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að endurflytja frumvarp um bókun 35 sem er vægast sagt umdeilt. Ríkisstjórnin hefur einnig boðað að kosið verði um ESB ár 2027 og fyrsta ferð forsætisráðherrans og utanríkisráðherrans var til Brussel til að „koma á eðlilegum samskiptum." Það þýðir að ríkisstjórnin sér það sem sitt aðalverkefni að koma þjóðinni undir ægishjálm Evrópusambandið.

Ríkisstjórnin leggst einnig eindregið gegn friðarumleitunum í Úkraínu og vill áframhald á blóðugri styrjöld sem tekur mannslíf algjörlega að óþörfu. Arnar Þór vísar til prófessors Sachs sem útskýrir aðdraganda Úkraínustríðsins sem er allt annar en íslenskir ráðherra gefa í skyn í eftiröpun sinni á stefnu ESB.

Arnar Þór Jónsson vitnar í fréttir fjölmiðla eins og CNN sem greindi frá árásum og drápum Kænugarðsstjórnar á eigin landsmönnum í austurhluta landsins. Þannig er hægt að rekja aðdraganda átaka dagsins í dag langt aftur í tímann fyrir innrás Pútíns fyrir þremur árum síðan.

Arnar Þór Jónsson tilkynnir einnig að hann muni halda baráttunni áfram fyrir fullveldi þjóðarinnar og að Lýðræðisflokkurinn muni halda landsfund bráðlega.

Loading comments...