Kanada er upp til hópa stjórnað af Kína

1 month ago
825

Karl Gunnarson flugstjóri býr í Ottawa, höfuðborg Kanada. Í þessum fyrsta samtalsþætti við Þjóðólf skýrir hann frá ástandinu í Kanada, verðbólgu og efnahagserfiðleikum venjulegs fólks að eignast þak yfir höfuðið svipað og á Íslandi. Þegar hann kom til Kanada 1973, þá var allt ódýrara þar en á Íslandi. En óstjórn Frjálshyggjuflokksins hefur skert lífskjör almennings og verðbólga geisar.

Frjálshyggjumenn eru komnir svo langt til vinstri að munurinn á þeim og kommum er hverfandi. Karl Gunnarsson greinir fra samtali kanadískrar lögreglumanna sem ræddu um „kínverskar lögreglustöðvar" utan við lög og rétt sem rændu Kínverjum sem eru kanadískir ríkisborgarar. Eru þeir handteknir og settir um borð í flugvélar sem flogið er erlendis og ekkert spyrst til þeirra síðan.
Þessar óhuggulegu aðferðir er þó ekki einungis bundnar við Kanada. BBC hafði frétt um málið fyrir tveimur árum og Karl Gunnarsson segir að rætt sé um að minnsta kosti hundrað slíkar lögreglustöðvar séu starfandi í 50 löndum. Kínverjar segja að um „aðhlynningarstofur" sé að ræða sem Karl gefur ekki mikið fyrir.

Karl Gunnarsson segir einnig frá því að áhugi Donald Trump á Grænlandi sé ekki nýr af nálinni, því hann hafi boðið Danmörku Costa Rica í skiptum fyrir Grænland á fyrra forsetatímabili sínu. Hann segir Grænland vera hernaðarlega mikilvægt Bandaríkjunum vegna skipaleiðar norður af Grænlandi, Kanada og Alaska, sem hægt er að halda opinni núna allan ársins hring.

Fróðlegt og spennandi viðtal við mann sem búið hefur í mörgum löndum sem hann þekkir vel einnig vegna starfs síns sem flugstjóra hjá meðal annars ísraelska flugfélaginu El Al.

Loading comments...