Alþingi orðið að afgreiðslustofnun fyrir „E-flokkinn"

14 days ago
2.9K

Vigdís Hauksdóttir fæddist baráttukona sem unnir landi sínu og þjóð. Hún berst einarðlega gegn hvers konar spillingu, hvar sem er og fremst hjá hinu opinbera sem á að vera í höndum landsmanna og þjóna okkur öllum. Togstreita stjórnmálanna hefur hins vegar leyft bákninu að vaxa sem síðan hefur farið yfir á sjálfstýringu og stjórnar í raun ansi miklu. Svo miklu að segja má að hið háa Alþingi þurfi að láta í minni pokann og ókjörnir embættismenn ráði í raun ferðinni. Það dregur úr undirstöðum lýðræðisins og samtímis lýðveldisins. Glíma lýðræðiskjörinna embættismanna er því oft við hinn ókjörna „E-flokk" eða Embættismannaflokkinn sem ráði för í stað lýðræðislegra kjörinna embættismanna.
Vigdís Hauksdóttir lýsir þeim brestum sem komið hafa í ljós við framkvæmd nýrra kosningalaga, þar sem kjörkassar týnast eins og í sendingu til Akureyrar, starfsmenn sveitarfélaga opna umslög með utankjörfundaatkvæðum dögum fyrir kjördag, atkvæði eru allt í einu talin með án þess að umboðsmenn stjórnmálaflokkanna fái skýringu eins og gerst hefur í Reykjavík.

Ekki bætir úr skák að stjórnmálamenn sem hafa innleitt spillta stjórnarhætti og glatað trúverðugleika sínum eins og Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur eru síðan settir í forsvar nefndar sem á að rannsaka, hvað hefur farið úrskeiðis!

Vigdís Hauksdóttir lætu engan ósnortinn með skarpri sýn og jarðtengdri hugsun fyrir landsmenn og mættu margir þeirra sem fara í stjórnmálin taka sér hana til fyrirmyndar.

Loading comments...