Viðtal við Arnar Þór Jónsson, formann Lýðræðisflokksins í aðdraganda alþingiskosninganna

1 month ago
658

Lýðræðisflokknum tókst kraftaverkið að skapa framboðslista nýstofnaðs flokks í öllum kjördæmum landsins fyrir kosningarnar 30. nóvemer n.k. Til kosninga var boðað í miklum flýti og vægast sagt naumur tími til stefnu fyrir nýstofnaðan flokk að skella sér út í kosningabaráttu. En það hefur Lýðræðisflokkurinn gert og það af slíkum dugnaði að undravert má teljast.

Arnar fer yfir nokkur mál í aðdraganda kosninganna eins og vextina sem aðrir flokkar hafa tekið eftir að verði að lækka. Fjölmiðlamálin bar einnig á góma og sagði Arnar frá ósmekklegri árás RÚV á Eld Smára Kristinssyni að honum fjarstöddum en RÚV hefði verið í lófa lagt að bera upp málið við Eld Smára sjálfan í nýlegu viðtali. RÚV neyddist til að birta leiðréttingu við þá frétt en Arnar hefur krafist RÚV afsökunarbeiðni fyrir gönuhlaupið.
Loftslagsmálin, skoðanakúgun, transmál með meira bar á góma sem heyra má í víðtalsþættinum.

Loading comments...