Ritskoðun á Íslandi

2 months ago
4.15K

Páll Vilhjálmsson bloggari og Hallur Hallsson ritstjóri Þjóðólfs segja frá reynslu sinni af þöggunartilraunum í tveimur stórum sakamálum sem fjölmiðlar þegja um: Byrlunarmálið og Fósturvísamálið. Reynt hefur verið að þagga niður í Páli Vilhjállmssyni með málaferlum og tveir lögreglumenn voru sendir frá Höfuðborginni til Akureyrar til að þagga niður í Halli Hallssyni. Brestur er í stoðum málfrelsis þegar blaðamenn vinna með þöggunaröflum sem stunda ritskoðun á öðrum blaðamönnum. Páll upplýsti að Blaðamannafélagið hafi verið tekið í gíslingu í því skyni. Hallur lýsti bandalagi þöggunnar hjá hverri ríkisstofnun á fætur annarri sem komið hefur skýrt fram í Fósturvísamálinu. Með þöggun er reynt að dylja einelti og ofsóknir á saklausum meðborgurum sem leita réttar síns.
Tækniþróun bar á góma og Hallur gagnrýndi hringamyndun miðla sem sendu út eina frétt sem allir aðrir afrituðu.
Þáttastjórnandi Gústaf Skúlason

Loading comments...