Íhaldsstefnan snýr aftur

2 months ago
826

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og einn af fáum einstaklingum á Íslandi sem standa við gefið drengskaparheit að stjórnarskránni hefur ekki setið aðgerðarlaus eftir að forsetakosningunum lauk. Hann heldur áfram þeirri vegferð með frelsisvind í seglinn eftir samtöl við landsmenn í aðdraganda forsetakosninganna að knýja að dyrum stjórnmálanna til að vernda fullveldið okkar sem erlend öfl sækjast eftir gegnum prinsíplausa stjórnmálamenn sem vinna frekar fyrir hagsmuni alþjóða stofnana en Íslands. Viðræður við Miðflokkinn báru ekki árangur, svo Arnar Þór íhugar stöðuna og hvort hann lætur slag standa og fer í nýjan leiðangur að safna liði til að endurstofna íhaldsflokk Íslands. Arnar Þór segir Sjálfstæðisflokkinn vera orðinn vók sósíaldemókratískan ESB flokk og vart við bjargandi. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála og hvort honum takist að manna skútuna í þennan björgunarleiðangur lýðveldisins.

Loading comments...